
hvað viltu fá? - baggalútur lyrics
hvað viltu fá? hvað viltu sjá?
seg mér hvað þú ert að spá.
hvað viltu þá? segðu frá.
viltu rós? viltu hrós?
viltu bústað uppi í kjós?
hvað ertu að spá? hvað viltu fá?
viltu frið á jörðu
eða skellinöðru?
þú mátt raunar velja hvað sem er
til þín frá mér.
hvað sem er.
viltu lopasokka
eða eyrnalokka?
bentu á það sem fyrir augu ber.
hvað ertu að spá? hvað viltu fá?
hvað viltu fá? hvað viltu sjá? hvað ertu þá að spá?
viltu blómakransa
eða dvergsjimpansa?
hvað má eiginlega bjóða þér
til þín frá mér?
viltu fellihýsi
eða þorskalýsi?
ég mun aldrei gefast upp á þér.
sem betur fer.
viltu allan heiminn
eða himingeiminn?
viltu aula þessu út úr þér.
þú ert svo þver.
hvað viltu fá? nú ríður á!
ég vil spyrja, ef ég má,
hver er þín þrá? má ég gá?
viltu koss? viltu gloss?
viltu kettling eða hross?
hvað viltu fá?
viltu bók? viltu smók?
viltu pepsí eða kók?
hvað ertu að spá? hvað viltu fá?
Random Song Lyrics :
- little bird - fuzigish lyrics
- paradise lullabye - yes ma'am lyrics
- wakeupthumb - diorvsyou lyrics
- can i come home - skippy lyrics
- beckham pt2 snippet - jojodamakk lyrics
- hennessy - 2icey lyrics
- break - unifier lyrics
- it's not real - ali barter lyrics
- n.y. city marathon - 濱田金吾 (kingo hamada) lyrics
- fuck xochase (not really tho ˂3)* - imnotvrycreative lyrics