
brúnu augun þín - bubbi morthens & stríð og friður lyrics
Loading...
við enda gangsins er ljós
sem enginn virðist sjá
í vasa við lyftuna er rós
og sófi sem tekur þrjá
og fólkið kemur og fer
og ég veit ástin mín
hvers ég sakna í heimi hér
brúnu augun þín
þjónninn með sitt þreytta fas
á þeytingi milli borða
fólk gleypir kjöt eða gras
öll samskipti eru án orða
og það er komið að mér
fylla glösin fín
og þau kalla á mig líka hér
brúnu augun þín
kvöldið kyrrlátt og heitt
stórborgarysinn hann rís
klukkan er korter í eitt
og það er kallað taxi, plís
ljósin lýsa svo skær
menn hlæja og gera grín
en ég þrái bara að vera þér nær
horfa í brúnu augun þín
Random Song Lyrics :
- целую снова тебя (kiss you again) - dqcher lyrics
- invisible people - otep lyrics
- god imag3 - damag3 lyrics
- excerpts from octopus (2025 dan bornemark mix) (live) - gentle giant lyrics
- сирень (lilac) - wa11hack lyrics
- summer rain - eazy mac & safron beats lyrics
- b-boys - nagły atak spawacza lyrics
- еще раз (again) - экспайн (expine) lyrics
- фонари - mali1337 lyrics
- mutt - teo laza lyrics