
fagrar heyrði ég raddirnar - bubbi morthens lyrics
f*grar heyrði ég raddirnar
og undarlegan hreim
ég get ekki sofið
fyrir söngvunum þeim
í húsinu uppi á hæðinni þar býr ein
á haustin sést hún utan dyra á gangi alein
tungurnar í þorpinu þvaðra kvöldin löng
um húsið uppi á hæðinni og undarlegan söng
sumir tala um bölvun sem bitur kona kvað
aldrei skyldi hamingjan þrífast á þessum stað
unga fólkið á fjörðunum þekkir óttans ský
í blóma lífsins margir enda snörunni í
f*grar heyrði ég raddirnar
sem kölluðu mig heim
ég get ekki sofið
fyrir söngvunum þeim
í húsinu uppi á hæðinni þar bjó ein
á haustin sást hún döpur sitja á mosavöxnum stein
stundum líða árin, hennar enginn verður var
og vonin um hamingjuna lifnar aftur þar
sumir tala um heitrof og henni eignað það
að hamingjan festir aldrei rót hér á þessum stað
söguna virðist enginn þekkja, aðeins orð og orð
allt er á huldu þó að sumir hvísli morð
f*grar heyrði ég raddirnar
sem kalla á mig heim
ég get ekki sofið
fyrir söngvunum þeim
f*grar heyrði ég raddirnar
sem kölluðu mig heim
ég get ekki sofið
fyrir söngvunum þeim
Random Song Lyrics :
- а если бы он… (and if he had...) - мельница (melnitsa) lyrics
- love walked in - kiri te kanawa lyrics
- told u so! - takayoshi lyrics
- só me entenda - cássio poema lyrics
- люблю? (love you?) - obrazz, лето без тебя (letobeztebya) & sweet bitter lyrics
- nice guy! - bre morrissey lyrics
- mygod - code80 lyrics
- normalerweise - icy & einseinsfuenf lyrics
- as usual (skit) - richie rich lyrics
- la la lei - lela tsurtsumia lyrics