
sjoppan - bubbi morthens lyrics
sjoppunni var lokað fyrir löngu síðan
lítið að gerast en blessuð blíðan
bjargar deginum í dag
æðarkollan þarf að díla við kvíðann
kannski er bara svo langt síðan að
fjörðurinn flutti henni lag
ryðgaður kompás, kassi á floti
köttur að mjálma í dimmu skoti
og bergmálið svarar: halló
öll húsin virðast vera í roti
hér sést enginn þingmaður í framapoti
jafnvel örlögin virðast hafa fengið nóg
það er ekkert að
það er ekkert að
sagði presturinn
í sinni tómu kirkju og bað
bílar framhjá hér bruna en stoppa aldrei
börnin í gluggunum hrópa öll: vei
hamborgarinn fór héðan fyrstur
hér hefur ekki sést í áratugi ungmey
hvað þá heyrst í myrkri eitt lítið nei
enginn ungur maður verið fyrstur
það er ekkert að
það er ekkert að
sagði presturinn
í sinni tómu kirkju og bað
yfir plássinu hangir sólin syfjuð
sest á hafið, virkar pínu lyfjuð
hún man tímana tvenna
frjálshyggjan kom til þeira klyfjuð
græðgin var bara rétt byrjuð
blessaðar sálirnar að brenna
Random Song Lyrics :
- chai - חי - roe iton - רועי איטון lyrics
- party encendido - darell & jory boy lyrics
- id - like mike & giuseppe ottaviani lyrics
- just like that - the sweeplings lyrics
- ikaw na nga yon - skusta clee lyrics
- you & me - shaunn lyrics
- cada vez que te veo - zetta 09 lyrics
- trochę pogubiłem się - mark wolf lyrics
- mobileye - fishi lyrics
- kisskissomg - horrormovies lyrics