
þú veist það núna (englar alheimsins) - bubbi morthens lyrics
þú veist það núna þínir dagar og draumar
duttu ekki af himnum ofan
nei ekki heldur dulafullir dópaðir draumar
sem dróu þig aftur heim í kofann
hvar fiskar synda sólarmegin í skugganum
með sólgleraugu og panamahatt
það varst þú sjálfur, sofandi í skugganum
sökkvandi í tómið ekki satt
núna ertu kominn heim, hingað fóru þeir með þig
þú vissir að raunveruleikinn var tapaður leikur
þú veist það núna þessir námumenn heilans
nota lyfin í staðin fyrir orð
síðan skríða þeir inn í innstu afkima hjartans
og hrópa maður fyrir borð
þannig takirðu ekki sundtökin sjálfur
þá sekkurðu í djúpið eins og steinn
og læknirinn muldrar þessi maður er aðeins hálfur
síðan ertu skilinn eftir einn
þú veist það núna héðan mun enginn snúa aftur
allir dagar eru dagurinn í gær
með talfærin lömuð og í limum enginn kraftur
lyfin færðu þig stöðugt fjær
þeir sögðu: við fundum hann fyrir stuttu síðan
fullan af sól en ískaldan
og ég vissi að þannig vildirðu losna við kvíðann
varlega eitt skrеf síðan tók þig aldan
núna ertu kominn heim, hingað fóru þeir mеð þig
þú vissir að raunveruleikinn var tapaður leikur
Random Song Lyrics :
- uji - eill (japanese) lyrics
- tempo - naughtyfancyy lyrics
- ma'amin baruach - מאמין ברוח - guy & yahel - גיא ויהל lyrics
- your body (promo only clean edit) - pretty ricky lyrics
- okay - kuririn lyrics
- восточная сказка - lildysmoke lyrics
- glenn miller - miles lyrics
- that's just what happened - erin mckeown lyrics
- hoy me has perdido - sabroso lyrics
- солнце моё (my sun) - каширский кот (kashirsky cat) lyrics